Ísland 3-0 Lúxemborg
1-0 Sveinn Aron Guðjohnsen(víti, 48′)
2-0 Jón Dagur Þorsteinsson(58′)
3-0 WIllum Þór Willumsson(64′)
Íslenska U21 landsliðið var ekki í miklum erfiðleikum í kvöld gegn Lúxemborg í undankeppni EM.
Strákarnir voru að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppninni og fögnuðu að lokum sannfærandi 3-0 sigri.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen úr víti.
Þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson bættu svo við tveimur mörkum og lokastaðan 3-0 fyrir strákunum.