Diego Maradona, fyrrum besti leikmaður heims, er kominn í nýtt starf og það er í heimalandinu.
Maradona skrifaði í gær undir eins árs samning við lið Gimnasia sem er í efstu deild í Argentínu.
Maradona hefur verið án félags síðustu mánuði en hann yfirgaf Dorados í Mexíkó í júní.
Gimnasia hefur verið í basli á þessu tímabili en liðið ákvað að reka Dario Ortiz frá störfum á dögunum.
Maradona er einn besti leikmaður sögunnar og var landsliðsþjálfari Argentínu frá 2008 til 2010.