Gary Monk hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday en þetta var staðfest í dag.
Sheffield hefur leitað af stjóra til framtíðar eftir að Steve Bruce tók við Newcastle í sumar.
Monk hefur flakkað mikið síðustu ár, hann var rekinn frá Birmingham i júní.
Hann hefur stýrt Swansea, Leeds og Middlesbrough á síðustu fimm árum en hann og Gylfi Þór Sigurðsson, náðu vel saman í Wales.