Sumarið var furðulegt fyrir Gareth Bale leikmann Real Madrid, félagið reyndi allt til þess að losna við hann.
Bale sat fastur á sínu og vildi ekkert fara, hann vildi fara frítt til Kína en Real Madrid tók fyrir það.
Bale þurfti að æfa mikið einn, hann var ekki í plönum Zinedine Zidane. Hann hefur hins vegar náð að koma sér inn í myndina aftur, og hefur verið besti leikmaður Madrid hingað til.
,,Ég var ekki alveg í nógu góðu leikformi eftir að hafa ekki spilað neitt í sex vikur,“ sagði Bale.
,,Ég er hins vegar í topp formi, róðravélin kom mér í stand í sumar. Það er góð æfing sem tekur vel á öllum hlutum.“