fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Ólafur Garðarsson leggur til breytingar: Símtöl koma að utan – „Er hann búinn að vera meiddur eða veikur?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 13:54

Ólafur fyrir miðju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Garðarsson, er reynslumikill umboðsmaður knattspyrnumanna. Hann hefur lengi starfað en er þó ekki jafn áberandi og á árum áður.

Ólafur leggur til breytingar á Íslandsmótinu í fótbolta svo að leikurinn hér heima veðri betri. Ólafur fór ítarlega yfir málið á Rás2 í gær.

„Góður leikmaður hér heima í dag getur haft fín laun og hann getur unnið með. Hann getur unnið kannski 70% vinnu með. Ef þú leggur það saman er hann kannski með betri laun en það sem þú færð í byrjendasamning á Norðurlöndunum. Fótboltinn á Norðurlöndunum er hins vegar miklu betri en hann er hérna heima. Nú verða kannski einhverjir súrir en við sáum Molde – KR. Ég talaði við Milos [Milojevic, þjálfara] í gær og hann segir að hraðinn sé mun meiri í Superettan (1. deildinni) í Svíþjóð en hér heima. Síðan er það ennþá meira í Noregi og ennþá meira í Allsvenskan. Þetta er bara staðreyndin,“ sagði Ólafur á Rás2

Ólafur hefur lengi verið í faginu, hann segir líkamlegt atgervi leikmanna hér heima oft ábótavant.

,,Ég sendi menn til reynslu á haustin sem eiga vera í toppformi og ég fæ stundum símtal til baka: „Er hann búinn að vera meiddur eða veikur?“ og ég segi nei, af hverju? „Af því að það er hálfleikur í leiknum sem hann er að spila og hann er búinn“. Nú er ég ekki að áfellast þjálfara, þetta er svolítið vandmeðfarið, tímabilið er svo stutt hérna. Það eru fullt af leikjum og þjálfarar eru svolítið að ofkeyra leikmenn og ofgera þeim. En nýr yfirmaður knattspyrnumála Arnar [Þór Viðarsson] hefur verið að benda á margt sem betur má fara. Bæði það að það er ekki nóg „tempó“ á æfingum og leikirnir á yngri flokkunum eru kannski ekki nógu langir,“ segir Ólafur

Hann leggur til breytingar á Íslandsmótinu, til að gæðin hér heima og styrkleikinn verði meiri.

„Ég held við verðum að taka stórar ákvarðanir ef við ætlum að bæta deildina. Það gengur ekki að hafa fjögurra og hálfs mánaða mót og sjö og hálfan mánuð í undirbúningstímabil. Það gengur aldrei. Annað hvort þurfum við að gefa undirbúningsmótunum vægi, með Evrópusæti eða einhverju slíku, eða til dæmis fækka liðunum í tíu og hafa þrefalda umferð. Einn möguleikinn er að liðin öll samþykki það að fyrstu sex umferðirnar fari fram innandyra, kannski alltaf á sama stað, í Egilshöllinni. Ef það er lið frá Akureyri að þá yrði bara borgað undir liðið. Við verðum að taka einhverjar svona ákvarðanir.“

Viðtalið við Ólaf má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag