Ævisvaga Michael Owen sem er að koma út virðist rugga ansi mörgum bátum, hann hefur gert allt vitlaust í Newcastle og á fleiri stöðum.
Owen ræðir tíma sinn hjá Real Madrid en þar var einnig David Beckham, þeir virðast ekki hafa náð vel saman.
,,Við bjuggum nálægt David og Victoria, tvær enskar fjölskyldur sem bjuggum erlendis í sömu borg. Það var samt ekki mikil samskipti utan fótboltans,“ skrifar Owen.
,,Louise og Victoria voru einmana, báðir með ung börn. Þær hittust stundum þegar við vorum að æfa. Það var ekki meira vinasamband en það. Við komumst að því að í Madrid að ég og Beckham áttu minna sameiginlegt en ég hélt.“
,,Ég kunni illa við allan þennan tískuklæðnað og að fara út og hitta þekkt fólk. David og Victoria voru stórstjörnur, þau hugsuðu lífið öðruvísi en við. Ég fann aldrei að ég væri í innsta hring Beckham.“