Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að félagið hafi lengi viljað losna við fyrrum fyrirliða sinn, Steven Gerrard.
Gerrard yfirgaf Liverpool fyrir LA Galaxy árið 2015 en samkvæmt Owen vildi félagið sjá hann kveðja fyrr.
,,Varðandi Stevie, ég efast mikið um það að hann hafi viljað fara til Bandaríkjanna árið 2015,“ sagði Owen.
,,Ég heyrði það að félagið hafi viljað losna við hann tveimur árum áður en hann loksins fór.“
,,Ég er viss um að hann hefði viljað enda feril sinn hjá Liverpool, spilandi færri leiki en áður og svo gæti hann gerst þjálfari.“
,,Þetta gerðist aðeins seinna á ferlinum. Ég trúi því að honum hafi verið sparkað burt. Steven var stærri en félagið.“