fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Rekinn eftir að hafa ekki mætt að hjálpa til við ball Páls Óskars

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 11:44

Ondo er hér annar til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding rak í gær, fyrirliða sinn Loic Ondo frá félaginu. Þrír leikir eru eftir í 1. deild karla og Afturelding er í fallbaráttu.

Afturelding hefur ekki viljað tjá sig um ástæðuna en Ondo hefur verið lykilmaður í allt sumar.

Ef marka má frétt hjá Fréttablaðinu er um að ræða uppsafnaðan pirring í þjálfurum og forráðamönnum Aftureldingar. Ondo var latur í að hjálpa til.

Heimildir Fréttablaðsins herma að Ondo hafi ekki látið sjá sig eins og til var ætlast á fjáröflun sem haldin var um síðustu helgi.

,,Þannig voru leikmenn liðsins boðaðir til þess að setja upp ball Páls Óskars Hjámtýrssonar sem var hluti af bæjarhátíðinni Á túninu heim sem fram fór um síðustu helgi. Ondo lét ekki sjá sig en hann hefur ítrekað látið sig vanta á fjáraflanir sem þessa og hefur fengið þó nokkrar aðvaranir um að bæta sig á þeim vettvangi,“ segir á vef Fréttablaðsins.

Ondo hefur spilað í nokkur ár hér á landi en meðal annars með Vestra og Gróttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sendir inn fyrirspurn

United sendir inn fyrirspurn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Áhorfendamet féll á EM