Luis Suarez, leikmaður Barcelona, hefur staðfest það að Neymar hafi reynt að snúa aftur til félagsins í sumar.
Neymar er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vildi snúa aftur til Spánar í sumarglugganum.
Suarez þekkir Neymar vel og viðurkennir að leikmenn liðsins hafi reglulega rætt við Brasilíumanninn.
,,Við töluðum um þetta á þessum tíma. Við sögðum honum að það væri ekki til betri staður fyrir hann en Barcelona,“ sagði Suarez.
,,Þetta var hans ákvörðun og hann valdi þetta. Hann gerði allt sem hann gat til að snúa aftur.“