Viðar Örn Kjartansson, framherji Rubin Kazan í Rússlandi fer vel af stað á nýjum stað. Hann kom til félagsins í sumar frá Rostov.
Fyrir það var Viðar á láni hjá Hammarby í Svíþjóð, þar sem hann fann gleðina í leiknum.
,,Ég naut þess að vera í Svíþjóð, þetta heppnaðist fullkomlega. Ég var ekki viss um þetta í byrjun, þú lækkar í verði ef þú spilar ekki neitt. Þú gleymir fullt af hlutum ef þú ert ekkert að spila, að fara til Svíþjóðar að spila og skora, var himnasending,“ sagi Viðar.
Viðar hefur einnig fengið stærra hlutverk í landsliðinu eftir að Erik Hamren tók við.
,,Það er miklu skemmtilegra, ég er með meira sjálfstraust og líður betur í landsliðsverkefnum en fyrir nokkrum árum. Ég er meira með, hvort sem það er að koma inn af bekknum eða byrja. Það er meira sem hvetur mann áfram.“
Viðtalið við Viðar er í heild hér að neðan.
Ísland Moldóva – Viðar Örn Kjartansson – 04.09.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.