fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433

Segir að Mane sé kominn með nóg af Salah: ,,Þetta er of djúpt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er búinn að fá nóg af samherja sínum hjá félaginu, Mohamed Salah.

Þetta segir fyrrum framherjinn Ian Wright en Mane brjálaðist í leik gegn Burnley um helgina.

Salah neitaði að gefa boltann á Mane í vítateig Burnley en sá síðarnefndi var í frábærri stöðu og gat skorað.

Wright segir að það sé skrítið að Mane sé orðinn svo pirraður snemma og að eitthvað meira sé á bakvið pirringinn en þetta eina dæmi.

,,Að hann hafi orðið svona reiður eftir aðeins fjóra leiki þýðir að þetta sé of djúpt,“ sagði Wright.

,,Hann varð alltof reiður og alltof snemma. Við sýndum það aðeins í Match of the Day í gær en það voru bara nokkrar klippur.“

,,Ég held að þetta gerist í mörgum leikjum, ég hef séð það. Ég hef horft á leiki þar sem hann getur auðveldlega gefið boltann.“

,,Sem framherji, hefði ég gefið boltann á hann? Ég vona það. Hann var svo reiður, hann var öskuillur.“

,,Þetta var: ‘ég er búinn að fá nóg’ augnablik. Við sáum það á bekknum gegn Burnley.“

,,Hann hefur fengið nóg af þessari stöðu þar sem hann getur potað boltanum inn en fær ekki tækifæri til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins