Alexis Sanchez, leikmaður Inter Milan, skilur ekki af hverju hann fékk ekki meira að spila á Old Trafford.
Sanchez var lánaður til Inter á dögunum en hann kom aðeins til Manchester United á síðasta ári.
Vængmaðurinn stóðst aldrei væntingar á Old Trafford en segist ekki hafa fengið sanngjarnt tækifæri.
,,Ef þeir hefðu leyft mér að spila heilan leik þá hefði ég unnið þann leik,“ sagði Sanchez.
,,Stundum þá fékk ég bara 60 mínútur og spilaði svo ekki í næsta leik og ég skil ekki af hverju.“