Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United, hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum.
Þetta var staðfest í dag en Wan-Bissaka spilar ekki leiki í undankeppni EM gegn Kosovó og Búlgaríu.
Wan-Bissaka var valinn í hópinn fyrir leikin en hann er að glíma við vandamál í baki og er ekki leikfær.
Enginn leikmaður verður kallaður í hópinn í stað Wan-Bissaka en það eru tveir hægri bakverðir nú þegar til staðar.
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool og Kieran Trippier, leikmaður Atletico Madrid, eru klárir í slaginn.