Jerome Boateng, leikmaður Bayern Munchen, hefur verið ákærður fyrir árás á fyrrum kærustu sína.
Þetta var staðfest í kvöld en Boateng og kærastan umtalaða voru saman í meira en tíu ár.
Þau eiga saman tvö börn en Boateng er sakaður um að hafa ráðist á konuna á síðasta ári.
Stór rannsókn fór af stað í febrúar á þessu ári og hefur dómstóll nú ákveðið að kæra leikmanninn.
Boateng hefur spilað með Bayern frá árinu 2011 og var um tíma talinn einn besti varnarmaður heims.
Hann er stórstjarna í boltanum og hefur unnið þýsku deildina sjö sinnum ásamt því að fagna sigri í Meistaradeildinni og á HM.