Xaver Schlager er ekki þekktasti leikmaður Evrópu en hann er nýr spilari Wolfsburg í Þýskalandi.
Þessi 21 árs gamli leikmaður kemur til Wolfsburg frá Red Bull Salzburg í heimalandinu, Austurríki.
Hann kom þangað fyrir þremur mánuðum síðan en er strax byrjaður að hugsa um þann draum að spila fyrir Arsenal.
,,Sem ungur leikmaður í Austurríki þá dreymir þig um að ná árangri erlendis frá sjö ára aldri,“ sagði Schlager.
,,Deildin þar er bara ekki það heillandi. Ég hef ekki náð mínu markmiði ennþá, það er á dagskránni.“
,,Ég hef verið stuðningsmaður Arsenal síðan ég var krakki. Það er mitt draumafélag og minn draumur er að spila þar.“