Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skoðaði þann möguleika að fá Franck Ribery til félagsins í sumar.
L’Equipe í Frakklandi greinir frá þessu en Ribery er 36 ára gamall í dag.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern Munchen og þekkir Klopp því vel til hans eftir dvöl hjá Dortmund.
Klopp hafði áhuga á að semja við Ribery en aðeins ef sóknarmenn myndu yfirgefa Liverpool í sumar.
Það hefur verið lítið um hreyfingar í Liverpool en Daniel Sturridge fór þó frá félaginu samningslaus.
Það gekk þó ekki upp að lokum en Ribery gerði samning við Fiorentina.