fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433

KSÍ styður við þjóðarátak „Á allra vörum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 1. september hófst 9. þjóðarátak Á allra vörum. Í þetta skiptið nýtur „Eitt líf“ stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli. Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra, í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.

KSÍ styður Á allra vörum við að vekja athygli á á þessu mikilvæga verkefni með því að nýta leiki A landsliða kvenna og karla í september til kynningar. Meðal annars báru leikmenn A landsliðs kvenna sérstök armbönd þegar þjóðsöngvarnir voru leiknir fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu á mánudagskvöld – svört armbönd með skilaboðunum „Vaknaðu!“, sem er slagorð verkefnisins.

Hægt er að leggja málefninu lið með því að hringja í 900 númer söfnunarinnar:
907-1502 fyrir kr. 2.000
907-1504 fyrir kr. 4.000
907-1506 fyrir kr. 6.000
907-1508 fyrir kr. 8.000
907-1510 fyrir kr. 10.000

Eða millifæra frjáls framlög inn á reikning 537 26 55555, kennitala: 510608-1350.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum. Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni á ári – málefni sem þarfnast athygli og aðstoðar. Á allra vörum hefur staðið fyrir árlegum átökum frá árinu 2008.

Nánar um verkefnið á vef átaksins Á allra vörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins