Liverpool hefur selt hinn efnilega Bobby Duncan til Ítalíu en þetta var staðfest í gær. Duncan er 18 ára gamall en hann sá það ekki fyrir sér að hann myndi fá að spila hjá Liverpool á tímabilinu.
Það var Fiorentina sem hafði betur í baráttunni um Duncan og kostar hann félagið 1,9 milljónir punda.
Liverpool mun einnig fá 20 prósent af næstu sölu leikmannsins sem kom frá Manchester City á fyrra.
Saif Rubie, umboðsmaður Duncan hjólaði í Liverpool í síðustu viku og gerði allt vitlaust. Hann sagði félagið koma ill fram við Duncan sem læsti sig inni heima hjá sér, honum leið illa.
,,Til að vera á toppnum með þessu eina prósenti, þarftu að gera hluti sem 99 prósent af fólki gerir ekki. Í mínu starfi kemst enginn nálægt mér,“ skrifar Rubie við mynd af sér með Duncan á Ítalíu.