fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Gengi Vals ekki haft áhrif á sjálfstraust Hannesar: „Sjóaður í því að skilja við krísu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er mjög kærkomið, þetta hefur ekki gengið eins og við hefðum óskað,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og Íslands um stöðuna í Pepsi Max-deild karla. Valur hefur ekki staðið undir væntingum í sumar með besta markvörð Íslands á milli stanganna.

Valur tapaði gegn ÍBV í Pepsi Max-deildinni á sunnudag, slakasta lið deildarinnar setur Val í erfiða stöðu varðandi Evrópusæti.

,,Síðasti leikur var sérstaklega þungur, það er kærkomið að koma hérna og anda að sér fersku lofti. Takast á við nýtt verkefni.“

Íslenska landsliðið er í dauðafæri á að komast á sitt þriðja stórmót í röð, liðið mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM. Fyrri leikurinn á Laugardalsvelli á laugardag.

,,Við erum á fínum stað, gerðum frábærlega í sumar. Það er mikill andi og trú að við séum að fara að ná okkar markmiðum, tveir sterkir sigrar í sumar sem minntu okkur á hvað við erum góðir, hvað það er gaman þegar gengur vel.“

Gengi Vals hefur ekki haft áhrif á sjálfstraust Hannesar. ,,Það hefur ekki gert það, ég er orðinn sjóaður í því að skilja við krísu aðstæður í klúbbum og koma svo með landsliðinu og standa vaktina hér, og vinna leiki. Ég er öllu vanur, ég skil við það.“

Viðtalið við Hannes er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga