fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Hafði Heimir eitthvað persónulega á móti Gumma Tóta? – „Ég ætla að hringja nokkur símtöl“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Football, hlaðvarpsþátturinn er oft að vaða í tæklingarnar sem aðrir þori ekki í. Í dag var rætt um Guðmund Þórarinsson, leikmann Norköpping í Svíþjóð. Guðmundur er ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands. Liðið mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM á næstu dögum.

Þau tíðindi koma þá fáum á óvart enda hefur Guðmundur aldrei átt sæti í landsliðshópnum. Guðmundur hefur spilað fimm A-landsleiki, allir hafa komið í janúar þegar bestu leikmenn liðsins eru ekki gjaldgengir. Flokka mætti leikina sem B-landsleiki.

Guðmundur hefur verið frábær með Norköpping í ár og stærri lið hafa áhuga á honum. Í Dr. Football skilja menn ekki af hverju hann er ekki í 23 manna hóp, Erik Hamren.

,,Gummi Tóta á að vera þarna, hann getur bæði spilað sem vængbakvörður og á miðjunni. Ég skil þetta ekki, hann er betri en margir þarna inni,“
sagði Kristján Óli Sigurðsson, stundum nefndur Höfðinginn.

Mikael Nikulásson, hefði viljað sjá Guðmund byrja í landsliðinu, hið minnsta síðari leikinn gegn Albaníu.

,,Gummi Tóta fyrir mér, við erum með Gylfa og Aron. Emil Hallfreðsson er ekki að spila neitt, fyrir mér ætti Gummi að vera mögulegur byrunarliðsmaður gegn Albaníu. Þar sem við þurfum að þétta, hann er ekki í hóp.“

Guðmundur fékk aldrei tækifæri undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerback og Erik Hamren er á sömu blaðsíðu. Heimir fékk Guðmund til ÍBV árið 2011 og vann með honum þar.

,,Þetta var eitthvað persónulegt frá Heimi Hallgrímssyni, til að byrja með. Frá tímanum í Vestmannaeyjum, það er klárt. Ég hef heyrt það, annað kæmi mér á óvart. Gefðu mér fram í næsta þátt til að finna út um ástæðu Hamren, ég ætla að hringja nokkur símtöl. Þetta er fáránlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Í gær

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta