

,,Við erum með þér, sendi þér allan styrk heimsins,“ skrifar Lionel Messi, einn besti íþróttamaður allra tíma. Luis Enrique hans gamli þjálfari greindi frá því í gær að níu ára stelpan hans, hefði látist eftir harða baráttu við krabbamein.
Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins, gaf frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær. Þar greindi Enrique frá því að ung dóttir hans væri látin eftir baráttu við krabbamein undanfarið ár.
Dóttir hans Xana barðist við sjaldgæft krabbamein í beinum. Enrique steig til hliðar sem landsliðsþjálfari Spánar í sumar vegna persónulegra ástæðna.

Knattspyrnuheimurinn grætur með Enrique í dag en Sergio Ramos fyrirliði Spánar og Real Madrid skrifar. ,,Herra, allur stuðningur okkar og ást til þín og fjölskyldu þennar. Það eru ekki nein orð til sem lýsa sorginni, þú hefur okkur alltaf þér við hlið.“
David de Gea markvörður Spánar og Real Madrid skrifar. ,,Orðlaus, stórt faðmlag á þig og þína fjölskyldu.“
,,Augnablik af miklum sársauka og sorg, hvíldu í friði Xanita,“ skrifar Luis Suarez, framherji Barcelona.





