fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Andri skilur ekki áhugaleysið sem þjóðin sýnir stelpunum: „Ég veit ekki svarið en klóra mér í hausn­um“

433
Föstudaginn 30. ágúst 2019 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Yrkill Valsson, blaðamaður á Morgunblaðinu stingur niður penna í blaði dagsins og kvartar undan því, hversu lítinn stuðnings íslenska kvennalandsliðið fær.

Stelpurnar hófu leik í undankeppni EM í gær þegar þær unnu 4-1 sigur á Ungverjalandi, á Laugardalsvelli. Aðeins um 2 þúsund áhorfendur voru á vellinum sem tekur tæplega 10 þúsund. Um næstu helgi mætir karlalandsliðið Moldóvu á fullum velli. Andri á erfitt með að skilja þetta.

,,Ég hef í aukn­um mæli farið á völl­inn í sum­ar sem áhorf­andi en ekki sem hluti af vinn­unni. Sú var til að mynda raun­in í gær­kvöld þegar ís­lenska kvenna­landsliðið vann flott­an sig­ur á Ung­verjalandi í fyrsta leik í nýrri undan­keppni næsta stór­móts sem er Evr­ópu­mótið 2021,“ skrifar Andri í Morgunblaðið í dag.

Aðeins var setið á litlu svæði í stærri stúkunni en stúkan á móti var alveg tóm.

,,Þar sem ég sat í miðri stúk­unni og horfði á leik­inn blasti alltaf við mér gal­tóm stúk­an hinum meg­in við völl­inn. Stúk­an sem einnig er sleg­ist um að sitja í þegar karla­landsliðið er að spila sína leiki. Á meðan var stúk­an sem áhorf­end­ur sátu í með gal­tóm­um hólf­um hvoru á sín­um end­an­um.“

Andri skilur ekki af hverju það er slegist um miða á leikina hjá strákunum en ekki stelpunum.

,,Af hverju er sleg­ist um miða á karla­leik­ina en ekki kvenna­leik­ina? Af hverju mæta tæp­lega níu þúsund manns á karla­leik gegn Alban­íu en rúm­lega tvö þúsund á kvenna­leik gegn Ung­verjalandi?.“

,,Ég veit ekki svarið en klóra mér í hausn­um. Ekki síst vegna þess að ein­stak­ling­arn­ir í kvenna­landsliðinu gætu ekki verið betri fyr­ir­mynd­ir þótt þær legðu sig fram við það. Þær hafa alltaf tíma til þess að spjalla við unga iðkend­ur og opin æf­ing landsliðsins í vik­unni var gott dæmi um það. Með því er ég ekki að gera lítið úr karlaliðinu, held­ur und­ir­strika að stelp­urn­ar eiga enn meiri stuðning skil­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð