

Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna í gær en leikið var á Laugardalsvelli. Íslenska liðið byrjar mótið á sigri en stelpurnar höfðu betur með fjórum mörkum gegn einu.
Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu yfir snemma leiks en Henrietta Csiszar jafnaði metin fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks. Hlín Eiríksdóttir skoraði svo annað mark Íslands á 59. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir bætti við því þriðja stuttu síðar.
Elín Metta kórónaði svo frábæran leik sinn með sínu öðru marki í uppbótartíma og vinnur Ísland frábæran 4-1 sigur.
Helgi Viðar Hilmarsson fór á völlinn og tók þessar glæsilegu myndir.











































































































