Kasper Dolberg hefur skrifað undir hjá Nice í Frakklandi en hann kemur til félagsins frá Ajax.
Dolberg er 21 árs gamall og borgar Nice 2,8 milljarða fyrir hann eða 20,5 milljónir evra.
Jim Ratcliffe, einn rikasti maður Bretlands keypti Nice á dögunum en hann hefur verslað mikið á Íslandi. Hann á orðið stórt landssvæði hér á landi.
Dolberg er vonarstjarna Dana í fótbolta en hann hefur aðeins misst flugið hjá Ajax. Dolberg vonast til þess að koamst á flug í Frkaklandi en hann er leikfær um helgina.