fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Lesið í tarot Lífar: Þarf að vera varkár til að styggja ekki andstæðinga sína.

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 31. ágúst 2019 13:30

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hóf vikuna með algjörri fréttabombu þar sem hún sagði að meirihluti í borginni væri samstíga í að minnka ætti, eða afnema með öllu, kjötframboð í mötuneytum borgarinnar –  í fullyrðingu sem hún dró síðan aðeins úr. Kannski voru það viðbrögðin sem settu Líf í baklás en þessar hugmyndir hennar hleyptu illu blóði í margar kjötæturnar. DV fannst því tilvalið að leggja tarotspil fyrir Líf til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hana, en lesendur dv.is geta sjálfir dregið tarot spil á vefnum.

Ekki gera neitt í fljótræði

Fyrsta spilið sem kemur upp í tarotlagningu Lífar er Stríðsvagninn, sem lýsir umræðunni í vikunni alveg prýðilega. Spilið táknar að Líf veit ekki nákvæmlega hvert hún er að fara eða hvernig hún á að ná fram markmiðum sínum. Hún er alltaf til í að fara ótroðnar slóðir og er búin miklum metnaði, en hins vegar nýtir hún ekki hæfileika sína alltaf rétt. Líf þarf að vera varkár til að styggja ekki andstæðinga sína. Hún má ekki gera neitt í fljótræði, heldur þarf að þroska með sér meðvitund um dýpt máttarins sem býr innra með henni. Líf er ekki alltaf góð í mannlega þættinum og því fyrr sem hún gerir sér grein fyrir því, því betra. Mannlegi þátturinn á nefnilega til að standa í vegi hennar og táknar spilið að hún eigi frekar að gefa eftir ef vandamál blossa upp á milli hennar og vinnufélaga.

Hugsjón og málamiðlun

Líf er kjörkuð kona og annað spilið sem kemur upp í tarotlestrinum er 2 mynt. Hún hefur mikla aðlögunarhæfni og þó að skortur á mannlegri hæfni komi henni stundum í klandur þá nær hún fljótt og örugglega að lægja öldurnar og koma sér aftur á skrið. Líf er einstaklega jákvæð og það kemur henni langt. Þessi kjötumræða er sem stormur í vatnsglasi því Líf fer málamiðlunarleiðina til að koma á jafnvægi. Hún stjórnast af hugsjón einni, en stundum þarf að gefa aðeins eftir í hugsjóninni til að fá það sem maður vill.

Svarið er í þögninni

Lokaspilið hennar Lífar er Æðsti meyprestur. Það er líkt og þetta mikla hitamál hafi ýtt við Líf um að fara í meiri sjálfsskoðun. Innan tíðar verður hún meðvituð um hver tilgangur hennar er í því starfi sem hún vinnur og hvernig hún nær markmiðum sínum. Líf er hvött til að fylgjast vel með draumum sínum, skrifa þá niður og hlusta á hvað þeir eru að reyna að segja. Þeir eru góð tenging inn í sjálfið og undirmeðvitundina. Í gegnum þá uppgötvar hún grundvallareðli sitt og hver hún er í raun og veru. Um leið og Líf tekur sjálfið sitt í sátt, nákvæmlega eins og það er, opnar það nýja sköpunarvídd. Líf er einnig hvött til að nýta sér mátt þagnarinnar. Oft segja fá orð meira en þúsund. Þögnin ýtir undir jafnvægi innra með henni og með þögnina að vopni verður hún færari í að takast á við ögrandi og erfið verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.