fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Air Iceland Connect neitar að taka við reiðufé – Þvert gegn lögum um gjaldmiðil Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að greiða fyrir flugfar hjá Air Iceland Connect með reiðufé, þó svo skýrt sé greint frá því í lögum um gjaldmiðil Íslands að seðlar og mynt Seðlabanka Íslands skuli vera lögeyrir til allra greiðslna.

Morgunblaðið greindi frá því um helgina að reynt hafi verið að greiða fyrir flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í síðustu viku, með seðlum í afgreiðslunni. Ekki var tekið við peningum viðkomandi. Bauðst annars farþegi til að greiða farið með korti, og fékk sömu upphæð tilbaka  í peningum frá viðkomandi.

Vita ekki til þess að þetta sé ólöglegt

Félagið tekur aðeins við kortum og millifærslum, en þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan, samkvæmt Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Hann segir að 90% flugfarþega greiði fyrir flugfar sitt á heimasíðu félagsins, en einnig sé í boði að millifæra inn á reikning félagsins, sem einnig sé hægt í gegnum snjallsíma.

Árni tekur fram að hann viti ekki til þess að þetta sé ólöglegt, þó svo skýrt sé kveðið á það í lögum um Seðlabanka Íslands:

„Við erum þjón­ustu­fyr­ir­tæki og ákveðum að veita þessa þjón­ustu með þess­um hætti. Notk­un á reiðufé er orðin mjög tak­mörkuð. Það fylg­ir því viðbót­ar­kostnaður að taka við reiðufé miðað við að taka allt í gegn­um kort,“

segir Árni.

Það svarar því ekki kostnaði fyrir Air Iceland Connect að fara eftir lögum og vera með skiptimynt og seðla í afgreiðslu sinni í slíkum undantekningartilfellum, þar sem það kostar of mikið, en félagið sagði nýlega upp sjö flugmönnum til að bregðast við aðstæðum á markaði og samdrætti í farþegaflutningum vegna fækkunar ferðamanna. Greint var frá því á dögunum að Air Iceland Connect  hygðist minnka flugvélaflota félagsins og fækka vélum úr sex í fjórar. Þá hefur félagið fækkað ferðum til Egilsstaða og Ísafjarðar yfir vetrartímann og sömuleiðis hætt að fljúga á milli Keflavíkur og Akureyrar.

„Við sögðum upp þremur flugmönnum í júní og núna um mánaðamótin er fjórum sagt upp til viðbótar. Við erum í raun að bregðast við aðstæðum á markaði. Það er samdráttur í hagkerfinu og við endurspeglum þann veruleika. Það þarf að aðlaga fjöldann að starfseminni,“

sagði Árni um rekstrarvanda félagsins við DV.

Kveðið á um allar greiðslur

Í lögum um gjaldmiðil Íslands segir:

3. gr.
„Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði.“

Í lögunum segir einnig að engum sé skylt að taka við mynt (klinki) yfir 500 krónum, nema bankar og sparisjóðir:

6. gr.
„Eigi eru aðrir en bankar og sparisjóðir skyldugir að taka við greiðslu í einu á meira fé en 500 krónum í slegnum peningum.“

Samkvæmt lögum er því öllum skylt að taka við peningum sem greiðslu, svo framarlega sem það sé ekki yfir 500 kall í klinki.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna