fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ótrúlegt tap Manchester United á Old Trafford – Rashford klikkaði á punktinum

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu í dag er liðið mætti Crystal Palace á Old Trafford.

Palace komst óvænt yfir gegn gangi leiksins í dag með marki frá Jordan Ayew í fyrri hálfleik.

United var þó með öll völd á vellinum og fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik. Marcus Rashford steig á punktinn en skaut í stöngina.

Hinn ungi Daniel James jafnaði svo metin fyrir United en hann skoraði svo frábært jöfnunarmark á 89. mínútu.

Það var svo Patrick van Aanholt sem tryggði Palace óvænt sigur með marki í uppbótartíma en David de Gea gerði sig sekan um slæm mistök í skotinu.

West Ham er vaknað eftir erfiða byrjun en liðið mætti Watford á útivelli í dag og vann 3-1 sigur.

Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk fyrir gestina í sigrinum.

Leicester vann þá 2-1 sigur á Sheffield United og Southampton lagði Brighton, 2-0.

Manchester United 1-2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew(34′)
1-1 Daniel James(89′)
1-2 Patrick van Aanholt(93′)

Watford 1-3 West Ham
0-1 Mark Noble(víti, 3′)
1-1 Andre Gray(17′)
1-2 Sebastian Haller(64′)
1-3 Sebastian Haller(73′)

Sheffield United 1-2 Leicester
0-1 Jamie Vardy(38′)
1-1 Ollie McBurnie(62′)
1-2 Harvey Barnes(70′)

Brighton 0-2 Southampton
0-1 Moussa Djenepo(55′)
0-2 Nathan Redmond(90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?