fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Hver er maðurinn sem Liverpool gæti þurft að treysta á?

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á því að Liverpool þurfi að nota Andy Lonergan á morgun í leik gegn Southampton.

Alisson, aðalmarkvörður liðsins, er meiddur og þá er Adrian, varamarkvörður, einnig að glíma við smávægileg meiðsli.

Liverpool gæti því þurft að leita til Lonergan sem er 35 ára gamall og kom á frjálsri sölu í sumar.

Það eru ekki allir sem kannast við Lonergan en hann hefur spilað lítið af fótbolta undanfarin þrjú ár.

Lonergan hefur silað með Wolves, Leeds, Middlesbrough og Rochdale frá árinu 2016 og spilaði alls 25 deildarleiki.

Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston en þar lék hann frá árinu 2000 til 2011 við góðan orðstír.

Lonergan hefur komið víða við síðan þá og á einnig að baki þónokkra deildarleiki fyrir Bolton og Fulham.

Lonergan var efnilegur markvörður á sínum yngri árum og lék tíu U20 landsleiki fyrir England. Hann á þá einnig að baki einn landsleik fyrir Írland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wilshere að snúa aftur?

Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brasilískur markvörður til London

Brasilískur markvörður til London
433Sport
Í gær

Tekur Liverpool fram yfir allt annað

Tekur Liverpool fram yfir allt annað
433Sport
Í gær

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta
433Sport
Í gær

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss
433Sport
Í gær

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“