fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur sjaldan verið fjallað jafn mikið um eitt mál og þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals fór í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar í sumar. Hannes var meiddur og fékk frí frá æfingum Vals í tvo daga, til að fara til Ítalíu. Mikið var fjallað um málið.

Nú er annað slíkt mál komið upp en Hörður Árnason, mikilvægur leikmaður HK ætlar ekki að taka þátt í leik liðsins um helgina gegn Grindavík.

Hörður er að fara erlendis í brúðkaup en fjallað var um málið í Dr. Football, hinum afar vinsæla hlaðvarpsþætti. Hannes var hins vegar óleikfær á meðan Hörður er með fulla heilsu og gæti spilað leikinn.

,,HK-ingar ætla að taka þetta með annari hendi, leikmaður liðsins ætlar að skella sér erlendis í brúðkaup á meðan aðrir fara suður með sjó og berjast fyrir þremur mikilvægum punktum í Evrópubaráttu,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Kristján segir að hann væri brjálaður ef hann væri stuðningsmaður HK. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og á góðan möguleika á Evrópusæti.

,,Ef ég væri stuðningsmaður HK eða styrktaraðili, vitandi að lykilmaður væri á leiðinni erlendis þegar Evrópa er handan við hornið, þá væri ég ósáttur.“

Hjörvar Hafliðason, segir að þetta hafi verið vitað í fleiri vikur, að Hörður myndi sleppa þessum leik.

,,Ég þekki þetta mál, bróðir hans er að gifta sig. HK er fjölskylduklúbbur af gamla skólanum, það var sagt frá byrjun að hann myndi vera viðstaddur. Fjölskyldan er allt, það eru þau gildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum