fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Frægustu slagsmál sögunnar: Reyndi við fyrrverandi, sparkað í andlit og rifbeinsbrot

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn og annað íþróttafólk getur misst stjórn á skapi sínu í hita leiksins. Oft verða slagsmál út af engu.

Mörg fræg atvik hafa átt sér stað á síðustu árum í fótboltanum sem vert að rifja upp.

Hér að neðan er farið yfir frægustu slagsmál fótboltans síðustu árin.

NEYMAR VS SEMEDO
Á sinni fyrstu æfingu með Barcelona ætlaði Nelson Semedo að sanna ágæti sitt, í upphafi æfingar var hann hins vegar niðurlægður. Neymar klobbaði hann hressilega, Semedo var ósáttur og réðst á Neymar. Það tókst að rífa þá í sundur en Neymar varð vitlaus, og rauk af æfingunni.

CARROLL VS TAYLOR
Árið 2010 var Carroll að hætta með kærustu sinni, hann komst að því nokkru síðar að liðsfélagi hans Steven Taylor var byrjaður að senda henni skilaboð. Carroll var brjálaður og réðst á Taylor á æfingasvæðinu, hann hamraði Taylor í andlitið. Það varð til þess að Taylor lék ekki meira á tímabilinu. Ekkert var gert í málinu og stuðningsmenn Newcastle fögnuðu aðgerðum Carroll.

HARTSON VS BERKOVIC
Árið 1998 voru John Hartson og Eyal Berkovic á æfingu hjá West Ham. Þeir voru ósáttir með hvorn annan, Berkovic ákvað að kýla Hartson, sá varð alveg vitlaus og sparkaði í andlit Berkovic. Hartson fékk sekt upp á 3 milljónir og þriggja leikja bann.

LJUNBERG VS MELBERG
Olof Mellberg gerði allt vitlaust á æfingu Svía á HM 2002, hann sparkaði hressilega í Freddie Ljungberg sem varð brjálaður. Hann réðst á Melberg sem tók hann hálstaki, fljótlega tókst að stoppa þá félaga.

BALOTELLI VS MANCINI
Mancini reyndi eins og hann gat að ráða við Mario Balotelli en gafst alveg upp á endanum. Balotelli var stjórnlaus og er enn í dag, í eitt sinn fékk Mancini nóg á æfingu Manchester City og fór að rífa í Balotelli. Magnað atvik.

IBRAHIMOVIC VS ONYEWU
Á æfingu hjá AC Milan varð allt vitlaust, Zlatan er stór og sterkur en það er Oguchi Onyewu líka. Þeir fóru að slást á æfingu. ,,Þetta var upp á líf og dauða,“ sagði Zlatan í ævisögu sinni.

,,Ég skallaði hann, hann réðst á mig. Við fórum í jörðina og vorum að kýla hvorn annnan.“

Á endanum var Zlatan með brotið rifbein en Oguchi Onyewu var seldur frá félaginu.

BARTON VS DABO
Það var á æfingu Manchester City sem allt sauð upp úr. Ousmane Dabo ákvað að ýta Joey Barton, sem er tæpur í skapinu. Barton kýldi Dabo nokkuð oft í andlitið og varð Dabo illa farin í andlitinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur