fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Óli segir FH vera í miðri mynd: Fær aðal töffarinn aðal skvísuna?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 20:11

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður í kvöld eftir leik sinna manna við KR í Mjólkurbikarnum.

FH vann 3-1 heimasigur á KR í Kaplakrika og mun leika við Breiðablik eða Víking R. í úrslitum.

,,Þetta voru bara sömu hlutir og í Valsleiknum, margt sem hefur verið til staðar í sumar,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Öflugur varnarleikur, Gummi og Pétur frábærir í miðri vörninni, bakverðirnir mjög sterkir, þéttir á miðjunni og vinnsla fremstu manna var góð.“

,,Mórallinn, það hefur verið talað um erfiðleika hjá FH, já að ná í úrslit miðað við áður en mórallinn er frábær og það eru þvílíkir karakterar í þessu liði.“

,,Ég er búin að segja það svo oft áður við ykkur, ef maður fer í bíó þá dæmir maður ekki myndina fyrr en hún er búin, við erum bara inni í miðri mynd. Hvort að aðal töffarinn fái aðal skvísuna á ballinu vitum við ekki fyrr enn í haust.“

,,Þetta eru tvö góð lið, en ég viðurkenni að það væri gaman að fá Blikana,“ sagði Ólafur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli