fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo kveðst betri en Messi og telur upp ástæður : „Ég vil ekki bara þéna peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, telur að sagan muni dæma hann sem öflugri leikmann en Lionel Messi. Þeir félagar hafa skarað fram úr í meira en áratug á þessu sviði.

Ronaldo telur sig hafa afrekað meira, hann hafi unnið titla í þremur löndum sem sé ansi merkilegt.

,,Munurinn á mér og Messi er að ég hef unnið titla fyrir nokkur félög og unnið Meistaradeildina með tveimur,“ sagði Ronaldo.

,,Ég var markahæstur í Meistaradeildinni í sex ár í röð, það hafa ekki margir leikmenn unnið Meistaradeildina fimm sinnum. Ég tel mig tengjast þeirri keppni náið.“

,,Messi er frábær leikmaður, hans verður ekki bara minnst fyrir Gullknettina, heldur líka fyrir að hafa bætt sig á ári hverju, eins og ég.“

,,Ég vakna á hverjum morgni, æfi og vill afreka eitthvað meira. Ég vil ekki bara þéna peninga, mig vantar þá ekki. Ég vil skrifa nafnið í sögubækurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi