fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Þetta er nafnið sem Pogba hefur gefið Maguire

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina en Liverpool byrjaði á því að leika sér að Norwich. Englandsmeistarar, Manchester City pökkuðu West Ham saman á útivelli.

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum í sigri Burnley á Southampton og Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði er Everton sótti stig til Crystal Palace. Arsenal vann fínan útisigur á Newcastle og Manchester United vann öruggan 4-0 sigur á Chelsea.

Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með United, eftir að hann varð dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans. Hann komst vel frá sínu.

,,Ég kalla hann Skeppnuna (The Beast),“ sagði Paul Pogba um sinn nýjasta liðsmann eftir sigurinn.

,,Eins og allir sáu, þá passar hann strax mjög vel inn hjá okkur. Það sást á æfingum.“

,,Við töluðum um að stjórna varnarleiknum vel og hann og Victor Lindelöf voru að skilja hvorn annan mjög vel. Þetta var góð byrjun á tímabilinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð