Nicolas Siffre er nafn sem fáir kannast við en hann er stuðningsmaður Montpellier í Frakklandi.
Siffre datt í lukkupottinn um helgina en hann sá þá sína menn í Montpellier spila gegn Rennes.
Í hálfleik þá fékk Siffre tækifæri á að vinna sér inn 50 þúsund evrur eða tæplega sex milljónir króna.
Það sem Siffre þurfti að gera var að hitta markslána á meðan leikmenn voru í búningsklefanum.
Siffre kom öllum á óvart og smellti boltanum beint í slá af löngu færi og fór heim með vænan vinning!