Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal er mikill stuðningsmaður Manchester United og fer ekki leynt með það.
Auðunn sá United spila við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag í fyrsta leik liðanna á tímabilinu.
United byrjar tímabilið gríðarlega vel en liðið hafði betur með fjórum mörkum gegn engu á Old Trafford.
Ole Gunnar Solskjær er stjóri United en hann tók við í desember og eftir góða byrjun fékk hann lengri samning.
Auðunn og kærasta hans eiga von á barni og eru líkur á að sonur þeirra verði skírður Óli Gunnar Blöndal.
Það er planið ef United verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin – það er aldrei að vita!
Ef við verðum á toppnum um jólin verður drengurinn minn skýrður Óli Gunnar Blöndal!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) 11 August 2019