Manchester United 4-0 Chelsea
1-0 Marcus Rashford(víti, 18′)
2-0 Anthony Martial(65′)
3-0 Marcus Rashford(67′)
4-0 Daniel James(81′)
Manchester United byrjar tímabilið á Englandi frábærlega en liðið spilaði við Chelsea á Old Trafford í dag.
Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Marcus Rashford fyrir United úr vítaspyrnu eftir brot Kurt Zouma.
United setti í fimmta gír í síðari hálfleik og skoraði Anthony Martial annað mark liðsins á 65. mínútu.
Stuttu seinna skoraði Rashford sitt annað mark og ljóst að United myndi fá stigin þrjú.
Hinn ungi Daniel James skoraði svo fjórða mark United á 81. mínútu og lokastaðan, 4-0 í Manchester.