Það kom mörgum á óvart þegar David Luiz skrifaði undir samning við Arsenal í sumar.
Luiz lék lengi með Chelsea en ákvað undir lok félagaskiptagluggans að semja við Arsenal – upp úr þurru.
Það fór verst í lækninn Paco Biosca hjá Chelsea en hann og Luiz eru afar góðir vinir og þekkjast vel.
Læknirinn hringdi í Luiz er hann frétti af félagaskiptunum og var grátandi í símanum.
,,Paco er frábær. Hann grét, hann grét. Hann hringdi í mig grátandi. Samband mitt og hans er virkilega gott,“ sagði Luiz.
Luiz þekkti flest starfsfólk mjög vel á Stamford Bridge en var ekki inni í myndinni hjá Frank Lampard.