Burnley er að vinna Southampton 3-0 í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina í fyrstu umferð.
Ashley Barnes skoraði fyrstu tvö mörk Burnley í seinni hálfleik með stuttu millibili.
Okkar maður, Jóhann Berg Guðmundsson, skoraði svo þriðja mark Burnley þegar 15 mínútur voru eftir.
Jói Berg komst einn inn í vítateig Southampton og kláraði færi sitt frábærlega í fjærhornið.