Romelu Lukaku mætti ekki á æfingu hjá Manchester United í g.r eins og aðrir leikmenn félagsins.
Lukaku æfði með Anderlech en hann vill fara frá United. Þetta var annar dagurinn í röð sem Lukaku var hjá Anderlecht. Lukaku var án leyfis frá United í gær, félagið hefur ákveðið að sekta hann enda mætti hann ekki til vinnu, eins og hann átti að gera.
Sektin er tveggja vikna laun eða 400 þúsund pund, 60 milljónir íslenskra króna.
Inter Milan reynir nú að kaupa framherjann, eftir að ljóst var að hann færi ekki til Juventus.
Nú greinir Adam Crafton hjá The Athletic frá því að Lukaku sé ósáttur með Ole Gunnar Solskjær, honum finnst stjórinn hafi niðurlægt sig. Solskjær ku hafa tjáð Lukaku að hann myndi æfa með varalðinu.
Lukaku vill fara en telur að framkoma Solskjær sé ekki góð, hann sé landliðsmaður Belgíu og eigi skilið meiri virðingu.