fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Spá DV fyrir ensku úrvalsdeildina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsælasta íþróttaefni um allan heim byrjar aftur með látum um helgina, þá fer fram 1. umferðin í ensku úrvalsdeildinni. Íslendingar elska þessa vinsælu keppni en nú er það Síminn sem mun sýna frá deildinni, síðustu ár hefur Stöð2 Sport verið heimili enska boltans en nú er breyting þar á.

Tvö bestu liðin berjast aftur
Tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð voru Manchester City og Liverpool. City vann deildina með 98 stig en Liverpool fékk stigi minna. Ekkert bendir til annars en að þessi sömu lið muni slást um sigur í deildinni í ár. Manchester City hefur þétt raðir sínar á miðsvæðinu, en leiðtogi liðsins, Vincent Kompany, er hins vegar horfinn á braut. Liverpool hefur ekkert styrkt lið sitt í vetur og það gæti komið í bakið á Jurgen Klopp þegar fram líða stundir. Manchester City er nýi risinn í enska boltanum, félagið hefur mikið fjármagn og besta þjálfara deildarinnar, Pep Guardiola. Erfitt verður að sjá annað lið vinna deildina í ár.

Íslendingar í sviðsljósinu:
Tveir íslenskir leikmenn verða með í deildinni í ár. Gylfi Þór Sigurðsson verður í lykilhlutverki hjá Everton. Liðið ætlar sér stóra hluti og hefur keypt nokkra öfluga leikmenn en Gylfi verður áfram stjarna liðsins. Hann sér um að skapa færi fyrir sóknarmennina, þá skorar Gylfi iðulega í kringum 10 mörk, afar sterkt vopn hjá miðjumanni. Jóhann Berg Guðmundsson mun leika stórt hlutverk hjá Burnley eftir erfitt síðasta tímabil þar sem Jóhann var mikið meiddur. Þó er talið að Jóhann verði algjör lykilmaður. Hann spilaði vel þegar hann var heill heilsu á síðustu leiktíð. Birkir Bjarnarson hefur yfirgefið Aston Villa og mun því ekki leika í deild þeirra bestu í vetur.

Risar sem vilja vakna
Manchester United hefur sitt fyrsta heila tímabil með Ole Gunnar Solskjær við stýrið, varnarlína liðsins hefur styrkst mikið en miðsvæðið er veikasti hlekkur liðsins. Ander Herrera hefur horfið á braut og ekkert hefur komið í hans stað, liðið vonast til að komast aftur í hóp þeirra bestu en til þess þarf allt að smella. Chelsea er með Frank Lampard í stjórastólnum, liðið hefur ekkert getað verslað í sumar vegna félagaskiptabanns. Það er því óvíst hvað Chelsea gerir, enda fór besti maður liðsins, Eden Hazard til Real Madrid. Arsenal hefur styrkt sóknarleik sinn en varnarlína liðsins er brothætt – liðið fékk þó David Luiz frá Chelsea á lokadegi gluggans. Hvort hann sé svarið við vandræðum liðsins verður að koma í ljós. Tottenham styrkti miðsvæðið verulega í glugganum en liðið fékk bæði Tanguy Ndombele og Giovani Lo Celso. Einnig samdi Ryan Sessegnon við liðið á lokadeginum.

Spá DV
Blaðamenn DV hafa sett saman spá fyrir deildina en því er spáð að Manchester City vinni deildina, Liverpool og Manchester United komi þar á eftir. Arsenal og Chelsea missa svo af sæti í Meistaradeildinni ef spáin gengur eftir. Því er spáð að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar endi í áttundi sæti og Burnley með Jóhann Berg Guðmundsson endi í 15 sæti.

Spá DV fyrir ensku úrvalsdeildina:
1. Manchester City
2. Liverpool
3. Manchester United
4. Tottenham
5. Arsenal
6. Chelsea
7. Leicester
8. Everton
9. Wolves
10. Watford
11. West Ham
12. Bournemouth
13. Newcastle
14. Crystal Palace
15. Burnley
16. Aston Villa
17. Southampton
18. Brighton
19. Norwich
20. Sheffield United

1. umferðin:

Föstudagur 9. ágúst:
19:00 – Liverpool – Norwich

Laugardagur 10. ágúst:
11:30 – West Ham – Manchester City
14:00 – Bournemouth – Sheffield United
14:00 – Burnley – Southampton
14:00 – Crystal Palace – Everton
14:00 – Watford – Brighton
16:30 – Tottenham – Aston Villa

Sunnudagur 11. ágúst:
13:00 – Leicester City – Wolves
13:00 – Newcastle – Arsenal
15:30 – Manchester United – Chelsea

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi