Liverpool hefði átt að reyna við sóknarmanninn Wayne Rooney – þetta segir Dean Saunders, fyrrum leikmaður liðsins.
Rooney hefur undanfarið spilað með DC United í Bandaríkjunum en mun spila fyrir Derby á næsta ári.
Saunders telur að Liverpool hefði getað nýtt sér þjónustu Rooney sem er goðsögn hjá Manchester United.
,,Það er stóra ráðgátan [af hverju Rooney fór til Bandaríkjanna]. Þegar hann yfirgaf Everton þá var hann með jafn margar stoðsendingar og Gylf Þór Sigurðsson,“ sagði Saunders.
,,Hann var markahæsti leikmaður liðsins og átti flestar lykilsendingar – þeir leyfðu honum að fara.“
,,Hann var aðeins 31 árs gamall, hann skoraði 250 mörk fyrir Manchester United og er markahæsti leikmaður enska landsliðsins.“
,,Hann er 33 ára ekki 35 ára. Hann gætu ennþá spilað í ensku úrvalsdeidlinni og eitthvað félag hefði átt að taka hann.“
,,Ég hugsaði jafnvel með mér, hann er í standi og er hungraður – hver þarf á þannig leikmanni að halda? Liverpool.“