Tottenham hefur náð samkomulagi við Juventus um kaup á Paulo Dybala. Sky á Ítalíu segir frá.
SAgt er að kaupverðið sé 64,4 milljónir punda. Enn á Tottenham eftir að semja um kaup og kjör við Dybala.
Manchester United hætti við að fá Dybala, stærsta ástæðan var greiðsla sem umboðsmaður hans fór fram á.
Sagt er að Tottenham verði að selja leikmenn og þá líklega Christian Eriksen til að fá Dybala.
Sky á Englandi segir svo að Tottenham sé líklegasta liðið til að fá Philippe Coutinho á láni frá Barcelona.