Derby County hefur staðfest að Wayne Rooney hafi skrifað undir hjá félaginu, framherjinn gengur í raðir félagsins í janúar.
Rooney verður spilandi aðstoðarþjálfari Derby en liðið leikur í næst efstu deild Englands. Hann gerir 18 mánaða samning. Ár er síðan Rooney fór til DC United í Bandaríkjunum. Hann mun klára tímabilið með DC United og ganga í raðir Derby í janúr.
Dvöl Rooney í Bandaríkjunum hefur verið fjörug, hann hefur staðið sig frábærlega innan vallar. Rooney hefur rifið DC liðið upp og skorað mikið af mörkum.
Hegðun hans utan vallar er þó líklega það sem mun mest verða talað um eftir feril hans í Bandaríkjunum.
Rooney var handtekinn vegna ölvunar í flugi í desember, þá hafði hann verið í Sadí Arabíu. Rooney hellti vel í sig í fluginu og var með læti. Hann fékk litla sekt fyrir þá hegðun.
Það var svo í upphafi árs sem Rooney var staddur í Flórída, hann var þá að fá sér í glas. Áfengi hefur oft kom honum í vandræði og þarna var hann að daðra við konur.
Coleen Rooney hótaði þá að skilja við hann, ekki í fyrsta sinn. Síðan þá hefur hún viljað flytja til Englands, hún hefur verið með heimþrá
Rooney var þá að reyna við afgreiðslustúlku á bar og fór svo á rölt með henni, þar sem þau fengu sér í glas saman. Það fór ekki vel í Coleen.