Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton er spenntur fyrir komandi tímum hjá félaginu. Spennandi tímar eru hjá Everton, félagið hefur verslað öfluga leikmenn í sumar.
Þá er Everton að byggja nýjan heimavöll sem verður klár árið 2022.
,,Þetta sannar að félagið vill fara í rétta átt, það vill bæta sig á milli tímabila. Ef við gætum fengið nokkra leikmenn til viðbótar, þá væri það frábært. Það eru nýir leikmenn að koma inn og nýr völlur,“ sagði Gylfi.
,,Eigandinn er að fjárfesta mikið í félaginu, það er frábært. Bæði í nýjum velli og í nýja leikmenn.“
Moise Kean kom til félagsins frá Juventus um helgina, leikmenn sem margir eru spenntir fyrir.
,,Hann er mjög ungur, en hann hefur sannnað hæfileika sína hjá Juventus. Hann á bjarta framtíð.“
,,Það er gott fyrir móralinn hjá liðinu að sjá öfluga leikmenn koma inn. Þetta eykur samkeppnina að fá nýja leikmenn.“