Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag, flestir sem fylgjast með knattspyrnu bíða spenntir.
Margir spila hinn vinsæla Fantasy leik og eru þessa dagana að setja saman lið.
Paul Pogba miðjumaður Manchester United er vinsæll í leiknum, sömu sögu er að segja af Gylfa Þór Sigurðssyni.
Stjarna íslenska landsliðsins skilar alltaf sínu og hann kemur vel út í samanburði við dýrasta leikmann í sögu enska boltans.
Pogba fékk ögn fleiri stig á síðustu leiktíð en hann lagði upp fleiri mörk, báðir skoruðu 13 deildarmörk.
Samanburður á þeim félögum er hér að neðan.