Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United var oft hálf tæpur í skapinu á ferli sínum.
Stórt skap Keane gat verið hans versti óvinur en líka hans stærsti kostur. Þessi harðhaus frá Írlandi gafst aldrei upp.
Þegar lið hans tapaði þá var Keane afar reiður, sérstaklega þegar honum fannst samherjar sínir ekki hafa lagt sig fram.
Gabriel Heinze, frá Argentínu lék með Keane um nokkurt skeið hjá Manchester United, þeir áttu eina harða rimmu.
,,Við töpuðum gegn Middlesbrough og Keane kom inn í klefa, ég heyrði að hann sagði mér að fara til fjandans. Ég fór til hans og sagði honum að fara til fjandans,“ sagði Heinze.
,,Ég man ekki hvað gerðist næst,“ sagði Heinze en miðað við orð hans, má túlka að Keane hafi rotað hann.
,,Þegar ég vaknaði aftur, þá var ég í gólfinu.“