Derby County hefur staðfest að Wayne Rooney hafi skrifað undir hjá félaginu, framherjinn gengur í raðir félagsins í janúar.
Rooney verður spilandi aðstoðarþjálfari Derby en liðið leikur í næst efstu deild Englands. Hann gerir 18 mánaða samning.
Ár er síðan Rooney fór til DC United í Bandaríkjunum. Hann mun klára tímabilið með DC United og ganga í raðir Derby í janúr.
Philipp Cocu tók við sem þjálfari Derby á dögunum. Rooney hefur áhuga á að þjálfa, hann vill fara í þjálfun þegar ferill hans er á enda. Eiginkona Rooney er með heimþrá og vill ala börn sín upp á Englandi.
Derby County x @WayneRooney. ⚪⚫#WR32
— Derby County (@dcfcofficial) August 6, 2019