Romelu Lukaku mætti ekki á æfingu hjá Manchester United í morgun eins og aðrir leikmenn félagsins.
Lukaku æfði með Anderlecht í gær en hann vill fara frá United.
Inter Milan reynir nú að kaupa framherjann, eftir að ljóst var að hann færi ekki til Juventus.
Ole Gunnar Solkjær vill selja Lukaku, hann æfði aftur í dag með Anderlecht. Framherjinn kom til United fyrir tveimur árum frá Everton.
Inter hefur átt erfitt með að fjármagna kaupin á Lukaku en United vill tæpar 80 milljónir punda.