Manchester United hefur staðfest kaup sín á Harry Maguire frá Leicester. Hann skrifar undir sex ára samning, með möguleika á sjöunda árinu.
Maguire kostar United 80 milljónir punda, hann verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans. Maguire er 26 ára gamall og hefur staðið sig vel með Leicester og enska landsliðinu.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United lagði mikla áherslu á að fá Maguire.
Með kaupunum á Maguire hefur United nú eytt 850 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2013, þá hætti Sir Alex Ferugson. Félagið hefur ekki unnið deildina síðan.
Fjórir stjórar hafa séð um að kaupa þessa leikmenn en Solskjær hefur eytt um 150 milljónum punda í sumar.
Leikmennirnir sem kostað hafa félagið 850 milljónir punda:
Fellaini
Mata
Herrera
Shaw
Rojo
Di Maria
Blind
Depay
Darmian
Schweinsteiger
Schneiderlin
Martial
Bailly
Ibrahimovic
Mkhitaryan
Pogba
Lindelof
Lukaku
Matic
Sanchez
Fred
Dalot
James
Wan-Bissaka
Maguire