Inter Milan ætlar sér að gera nýtt tilboð í Romelu Lukaku framherja Manchester, Sky Sports segir frá.
Inter hefur viljað Lukaku í allt sumar en ekki getað fjármagnað kaup á honum.
Sky segir að tilboð Inter verði lægra en þær 79 milljónir punda sem United vill.
Lukaku var nálægt því að fara til Juventus en Manchester United náði ekki saman við Paulo Dybala, sem átti að fara í skiptum.
Nú mun Inter reyna aftur að kaupa Lukaku en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á föstudag.